Ratlaupfélagið Hekla

Úrslitin og næsta hlaup

Síðasta fimmtudag vorum við með hlaup í Öskjuhlíðinni. Úrslitin hafa verið sett inn á dagskrársíðuna og má hér eftir nálgast öll úrslit þar.

Eins og flestir ættu eflaust að vita núna þá er næsta hlaup fimmtudaginn 20. maí og verður haldið á Miklatúni. Mæting er við Kjarvalsstaði og verður markið opið að venju frá 17:00 til 18:30. Þetta hlaup hentar sérstaklega vel þeim sem aldrei hafa áður hlaupið með okkur. Eina sem þeir þurfa að gera er bara að mæta í hlaupagallanum. Sjáumst öll hress og kát.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply