Eins og flestir ættu að vita þá erum við með vikuleg hlaup í sumar. Næsta fimmtudag ætlum við að hlaupa í Öskjuhlíðinni. Boðið verður upp á rathlaupsæfingu sem við köllum perlufestarathlaup ásamt hefðbundnu hlaupi. Prelufestarathlaup er hugsað til þess að auka færni í kortalestri. Nánari skýringu á þessu má finna hér en hún er aðeins á ensku. Við ætlum að byrja eins og venjulega kl 17 en verðum með opið til kl 18:30 þannig að þið mætið bara þegar ykkur hentar. Mæting er við Perluna.
Sjáumst hress og kát
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.