Ratlaupfélagið Hekla

ICE-O rathlaupakeppni

Helgina 12-14. ágúst verður haldið ICE-O sem er rathlaupakeppni. Að þessu sinni verður upphitun við Rauðahóla á föstudeginum og keppnishlau á laugardegi og sunnudeginum í Vífilsstaðahlíð.
Rathlaup er einstakt náttúruhlaup þar sem reynir á úthald og rötunarhæfileika í alvöru utanvegahlaupi. Keppendur fá kort og áttavita og þurfa að rata á milli nokkra pósta og stimpla sig þar inn. Boðið verður upp á auðvelda byrjendabraut sem er 2,5 km í beinni loftlínu (hlaupaveglend um 5 km). Skráning fer fram á staðnum eða með því að senda tölvupóst á rathlaup@rathlaup.is.

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á rathlaup@rathlaup.is eða s: 692 6522
Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur: Rauðhólar 17:00 við Björnslund, Elliðabraut 16

Laugardagur og sunnudagur: Vífilsstaðahlíð i Heiðmörk kl 11

Kort sem sýnir staðsetningar


Posted

in

by

Tags: