Ratlaupfélagið Hekla

Fjölmennasti rathlaupaviðburður sögunar, 28.04.2018

Rathlaupafélagið Hekla var með rathlaupakynningu fyrir þáttakendur á Landsmóti Lúðrasveita í Breiðholti síðasta laugardag (28.04.2018). Um 570 þátttakendur mótsins prófuðu rathlaup, sem gerir þenna viðburð líklegast fjölmennasta rathlaupaviðburð sögunar. Veðrið einstaklega gott og ekki var að sjá á öðru en allir hafi skemmt sér vel.

Gísli Örn kortlagði svæðið frá Fellaskóla til Hólabrekkuskóla fyrir þetta tilefni. Svæðið er einstaklega vel heppnað fyrir unga byrjendur íþróttarinnar.

Félagið vill síðan minna á fyrsta opinbera viðburð sumarsins, sem verður 1. maí á svæðinu milli Rauðavatns og Reynisvatns. Hægt er að mæta hvenær sem er milli kl. 11.00 og 14.00 við Þorláksgeisla 51. Rathlaupabrautir við allra hæfi og léttar veitingar í boði félagsins. Allir velkomnir.
Sjá einnig hér:
https://www.facebook.com/events/562234390812347/


Posted

in

by

Tags: