Ratlaupfélagið Hekla

Páskaeggjarathlaup 2017, pálmasunnudag (9. apríl)

Hið árlega páskaeggjarathlaup Heklu verður haldið á pálmasunnudag sem er 9. april næstkomandi. Viðburðurinn verður með sama sniði og fyrri ár. Ratvísir krakkar geta unnið sér 1-3 egg eftir því hversu ratvís þau eru. Einnig verðar krefjandi rathlaupabrautir í boði fyrir fullorðna.

Hægt er að mæta hvenær sem er á sunnudeginum milli kl. 10:00 og 14:00, nóg af eggjum. Mæting er í hús Siglingaklúbbsins í Nauthólsvík.

Allir velkomnir. Þáttaka er ókeipis fyrir alla sem skrá sig fyrir laugardaginn 8. apríl, en annars kostar það 500 kr á fjölskyldu. Vinsamlegast skráið ykkur hér:
Skráning

 


Posted

in

by

Tags: