Ratlaupfélagið Hekla

Æfing og lokahóf

5918064621_58f8633eeb_zNú fara veður, vindar og lækkandi sól að valda því að aðal rathlaupatímabil ársins er senn á enda . Við ætlum því að nota tækifærið næsta fimmtudag og halda upp á vel heppnað tímabil með því að hittast við hús Siglingaklúbbsins í Nauthólsvík klukkan 17:30. Byrjað verður á að taka létta æfingu sem verður með óvenjulegu sniði. Eftir æfinguna verður kveikt í grillinu og viljum við hvetja fólk til að mæta með eitthvað á grillið og snæða með okkur. Það eru allir velkomnir, ungir sem aldnir, byrjendur og lengra komnir.


Posted

in

by

Tags: