Rathlaupafélagið Hekla verður með æfingu í Selskógi á Egilsstöðum næstkomandi fimmtudag (25.08.2016). Brautir við allra hæfi (1, 2 og 3 km langar) og allir velkomnir. Notast verður við tímatökubúnað.
Æfingin hefst kl. 17.00 við bílaplanið við enda Árhvamms, en hægt er að mæta hvenær sem er til kl. 17.45.
Rathlaupaæfing á Egilsstöðum (Selskógi), 25. ágúst 2016
Posted
in
by
Tags: