Rathlaupafélagið Hekla verður með rathlaupakynningu við Gufunesbæ (sjá hér) á laugardaginn (28.05.2016) milli kl. 11:00 og 13:00. Þetta er hluti af hverfahátið Grafarvogs, dagskrá má finna hér.
Félagið er búið að láta setja upp fasta braut þarna í samstarfi við Reykjavíkurborg. Allir velkomnir að prófa. Brautir við allra hæfi, enda er þetta sérstaklega gott svæði til að byrja að prófa rathlaup.