Næsta æfing verður við Rauðavatn á fimmtudaginn. Veðurspáin bendir til þess að aðstæður verði ekki jafn góðar og á sunnudaginn og því verður aðeins boðið upp á eina braut um 2.5 km. Það má búast við að brautin verði nokkuð krefjandi og því verður þeim sem vilja prufa rathlaup boðið upp á að fara brautina með reyndum rathlaupara (ekki láta það fram hjá ykkur fara). Mæting verður við Morgunblaðshúsið klukkan 17:30.
Fimmtudagsæfing við Rauðavatn.
Posted
in
by
Tags: