Ratlaupfélagið Hekla

Bikarmót 1 í Elliðaárdal

Næstkomandi Sunnudag (22. maí) fer fram fyrsta bikarmót ársins. Mótið verður haldið í Elliðaárdal og verður boðið upp á tvær mis erfiðar brautir og póstasöfnun fyrir yngstu kynslóðina. Gefin verða stig eftir því í hvaða sæti maður lendir í hvert skipti og mun árangurinn í þrem bestu mótunum gilda. Hægt verður að mæta á milli 10 og 11:30, aftan við Rafstöðvarhúsið (Rafstöðvarveg 10)

Til að gera mótið sem skemmtilegast viljum við hvetja félagsmenn til að fjölmenna og jafnvel mæta með smá veitingar.


Posted

in

by

Tags: