Ratlaupfélagið Hekla

Alþjóðlegi rathlaupadagurinn á miðvikudaginn (11.05.2016)

wod-logo-color

Við ætlum að minna aftur á alþjóðlega rathlaupadaginn sem verður næstkomandi miðvikudag, en áður hefur verið fjallað um hann hérna.

En við vildum einnig bjóða almenningi og félagsmönnum að taka þátt með því að mæta við inngang Grasagarðsins í Laugardalnum einhvern tímann milli kl. 16.00 og 18.00 á miðvikudaginn. Þáttaka er ókeipis eins og á æfingum hjá rathlaupafélaginu. Við hvetjum sérstaklega unga þáttakendum til að mæta (18 ára og yngri) þar sem reynt verður að bæta gamalt Guinnes heimsmet frá 2003, en þá hlupu um 208.000 ungmenni rathlaup á sama deginum í tengslum við heimsmeistarmótið í rathlaupi í Sviss.

Vonumst til að sjá sem flesta og svo verður fimmutdagsæfingin sem verður haldin við Norrænahúsið við Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir á æfinguna sem byrjar kl 17:30


Posted

in

by

Tags: