Skráningar á ICE-O eru byrjaðar og nú hafa yfir 20 skráð sig til leiks. Við eigum von á því að fjöldi erlendra þátttakenda verði í ár í kringum 50 manns. Við fengum bréf frá ungu frönsku pari sem ætlar að mæta á ICE-O í ár og vildi kynna sig fyrir okkur. Þau stunda nám í Strassburg í verkfræði og arkitektúr á háskólastigi. Helstu áhugamál þeirra eru ýmsar íþróttir í náttúrunni s.s hjólaratfimi, ævintýrakeppni, fjallahlaup, göngur og skíði. Það verður gaman og áhugavert að hitta þetta unga aktiva par í sumar og við vonum að sem flestir félagsmenn og aðrir mæti á ICE-O í sumar. Þar fáum við gott tækifæri til að njóta náttúrunnar með skemmtilegu fólki.