Ratlaupfélagið Hekla

Gufunesæfing á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn verður boðið upp á æfingu í Gufunesi, æfingin verður með frekar afslöppuðu sniði en hægt verður velja milli þess að safna póstum í föstu brautinni eða að fara braut með nokkrum auka póstum. Mæting er við Gufunesbæ og er hægt að fá kort milli 17:00 og 17:30. Vert er að benda á að svæðið er tilvalið fyrir yngri kynslóðina að hlaupa.

Í Gufunesi er hægt að nota snjallsímana til að stimpla sig á stöðvar og er því um að gera að hafa þá með. Nánari upplýsingar um hvernig það virkar má finna hér: http://rathlaup.is/ratleikur/


Posted

in

by

Tags: