Alþjóðlegi rathlaupadagurinn verður 11. maí og ætlar rathlaupfélagið Hekla að bjóða upp rathlaup á þremur stöðum, Laugardal og Gufunesbæ í Reykjavík og í Selskógi á Egilsstöðum. Við hvetjum alla til að mæta þenn dag og taka þátt í þessum alþjóðlega viðburði. Um allan heim verður boðið upp á rathlaup fyrir skóla og almenning. Við hvetjum skóla til að mæta með nemendur til að stuðla að hreyfingu nemenda á skemmtilegan hátt. Nánari upplýsingar um tímasetningar koma síðar en hafið samband rathlaup@rathlaup.is ef kennarar vilja mæta með nemdahópa.
Alþjóðlegi rathlaupadagurinn
Posted
in
by
Tags: