Ratlaupfélagið Hekla

Páskaeggjarathlaup á sunnudaginn (20.03.2016)

Rathlaupfélagið ætlar að halda upp á sitt árlega páskaeggjarathlaup núna á Pálmasunnudag (20.03.2016). Allir velkomnir. Boðið berður bæði upp á fjársjóðsleit og brautir fyrir ykkur sem viljið eitthvað krefjandi. Fundvísir krakkar og líka fullorðnir geta unnið sér inn lítil páskaegg frá Freyju sem styrkir viðburðinn.

Páskaeggjarathlaupið verður í Öskjuhlíð og byrjar í félagsheimilinu í Nauthólsvík (litli kofinn við hliðina á Siglingaklúbbnum). Hægt er að mæta hvenær sem er milli kl.10.00 og 12.00 á sunnudaginn.

Freyja-vefur-logo-1


Posted

in

by

Tags: