Kæru félagsmenn Rathlaupafélagsins Heklu
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2016. Fyrir fundinn verður félagsmönnum boðið upp á pizzyveislu kl. 19.30 þar sem hægt verður að spjalla um öll skemmtilegu hlaupin á síðasta ári og hvernig við munum hafa ennþá skemmtilegra hlaup á þessu ári. Svo verður gengið rökslega í aðalfundarstörf kl 20.00. Aðlfundurinn verður í félagsheimili Heklu við Nauthólsvik.
Allir félagsmenn er velkomnir að bjóða sig fram í stjórn félagsins en kosið verður um tvo stjórnarmenn á þessu ári skv. lögum félagsins. Stjórnarmenn fá umboð til að sitja í tvö ár.
Dagskrá aðafundar er
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
- Ársreikningar lagðir fram og bornir undir atkvæði.
- Umræður um félagsgjöld og afgreiðsla.
- Kosning um lagabreytingar.
- Kosning stjórnarmanna og skoðunnarmanna reikninga.
- Komandi starfsár kynnt.
- Önnur mál
Minnt er á 7. gr laga félagsins sem finna má á heimasíðunni (www.rathlaup.is) ef félagsmenn hyggjast leggja til breytingar á lögum.