Ratlaupfélagið Hekla

Næsta æfing í Öskjuhlíð

Næsta æfing verður á fimmtudaginn (1.10.2015) í Öskjuhlíð. Mæting er í kofann í Nauthólsvík milli klukkan 17 og 18. Boðið verður upp á eina braut sem verður látin hanga í viku, þannig að þeir sem ekki komast á æfinguna geta hlaupið hana seinna. Þó vonumst við til að sjá sem flesta á fimmtudaginn, það er mun skemmtilegra að geta borið saman tíma og rætt brautina við aðra.


Posted

in

by

Tags: