Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaupaæfingar í júlí

Nú hefjast æfingar aftur eftir stutt hlé í kringum ICE-O. Boðið verður upp á æfingu næsta fimmtudag 16. júlí  í Gufunesi á nýju korti og fimmtudagin 23. júlí í Öskjuhlíð.

Í Gufunesi fer æfingin fram frá kl 17 – 18 og er mæting við Gufunes (sjá kort). Boðið verður upp á lengri erfiðari braut og styttri léttari braut.

Í Öskjuhlið þann 23. júli frá kl 17 – 18 hefst æfing við félagsheimilið í Nauthólsveg 104. (sjá kort) Boðið upp á tvær brautir lengri 3-4 km og styttri 1-2 km.

Allir eru velkomnir á æfingar og við tökum vel á móti byrjendum.


Posted

in

by

Tags: