Ratlaupfélagið Hekla

Dagur fjögur Jukola 2015

Ferillinn hjá Ólafi á 4. æfingardegi
Ferillinn hjá Ólafi á 4. æfingardegi

Nú er spennan farinn að magnast í hópnum. Það er búið að fylla liðið og ákveða hverjir hlaupa hvaða legg. Gísli mun hlaupa fyrstur, ég á legg 3 og Dana síaðsta spölinn. Við höfum fengið til liðs við okkur fjóra rússa og það verður spennandi að sjá hvernig sú samsetning á liði gengur.
Dagurinn í dag hófst á smá æfingu á svæði sem heitir Korpimaaki og gegg sú æfing nokkuð vel. Gísli tók sér að vísu hvíld en ég hljóð 10 af 15 póstum og Dana hljóp alla. Eftir hlaupið var farið í bæjarferð til Turku og varla þarf að taka það fram að við erum að enda daginn með saunu og sjósundi.
Við erum auðvitað orðin fræg hérna í Finnlandi og mun hvert og eitt okkar vera tekið í viðtal þegar við komum á skiptisvæðið og markið. Þó svo að það verði líklega á nokkuð ókristilegum tíma þá viljum við minna fólk á að hægt verður að fylgjast með á http://www.jukola.com/2015/en/ajankohtaista/english-follow-louna-jukola-via-web-tv/ gegn vægu gjaldi.

Kveðjur frá Finnlandi


Posted

in

by

Tags: