Ratlaupfélagið Hekla

Dagur tvö á Jukola 2015

Þá er dagur tvö að kveldi kominn hér í Finlandi. Í alla staði góður dagur. Fyrst rathlaupaæfing, svo Sauna, svo í sjóinn, sauna og aftur sjór. Versluðum svínalundir í kvöldmatinn sem var grillaðar á sjálfbæra biogrillinu hérna við bústaðinn. Anssi, gestgjafinn okkar kom i smá heimsókn. Fórum svo í stutta árabátsferð framhjá pramma-saununni og svo kringum eyjuna sem blasir hérna við okkur. Ég og Óli enduðum svo daginn með smá kvöldrathlaupi á svæðinu hérna kringum bústaðinn um kl. 23.00. Það þýddi náttúrulega meiri sauna og sjór til að skola af sér.

Læt fylgja með kort af ferlunum mínum í dag. Ég þori ekki að pósta ferlunum hjá Óla og Dönu :). Ég leyfi þeim að gera það sálf. En skemmst er frá því að segja að ég þurfti að bíða eftir þeim í klukkustund eftir æfingarathlaupið í dag. En við gerðum öll einhver mistök, en ég hafði þá afsökun að ég gleymdi áttavitanum mínum uppí bústað.

Rathlaup á æfingarsvæði 5 á Jukola 2015
Rathlaup kl. 23.00 kringum bústaðinn við Lindvik


Posted

in

by

Tags: