Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaupafélagið Hekla á Jukola 2015

Ég, Dana og Gísli Jóns erum stödd í Finnlandi þar sem við ætlum að taka þátt í einu flottasta rathlaupamóti heims, Jukola. Þetta er boðhlaup með sjö manns í liði sem hlaupa yfir nóttina sjö mismunandi brautir. Það var hann Anssi sem kom á ICE-O í fyrra sem bauð okkur að koma og er óhætt að segja að hann hafi tekið vel á móti okkur. Hlaupið sjálft hefst klukkan 23:00 (20:00 að íslenskum tíma) á laugardagskvöldið en þanga til er stefnt að því að taka nokkrar góðar æfingar.  Við ætlum svo að reyna að gefa fólki kost á að fylgjast með því helsta sem er að gerast hjá okkur hér á síðunni.


Posted

in

by

Tags: