Ratlaupfélagið Hekla

Næturrathlaup í Danaríki, Valby Hegn 4. mars 2015

Útsendari vefsins skráði sig í næturrathlaupakeppni í Danmörku í síðustu viku. Keppnin byrjaði mjög ílla, og eiginlega áður en ræst var. Svo ílla vildi til að okkar maður gleymdi rafhlöðunni fyrir ljósið. Hann þurfti því að kaupa lélegt 150 lumen ljós sem er varla boðlegt í svona hlaupi. Veðrið var sæmilegt, hiti ágætur, en það hafði rignd töluvert um daginn. Því voru stígar og vegir algjör forarvöð. Okkar maður byrjaði rólega eins og gott er  gera á nýjum stað og þá sér lagi þegar dimmt er. En hlaupið gekk allt saman hægt að vegna lélegs ljóss og ekki batnaði það þegar vinstri linsan ákvað að flýja og stökkva burt nálægt pósti 3. Á leiðinni á póst 4 lá svo við að okkar maður hafi hlaupið út i vatn þegar hann villtist eitthvað af leið. Það tók töluverðan tíma að venjast landslaginu og kortinu, mikið að felldum trjám varðaði leiðinni innan og utan stíga. Kvöld reyndi mikið á okkar mann, lélegt ljós, flúin linsa, ókunnugur og ógnvekjandi skógur í útlendu landi. Þetta hafðist þó allt undir lokin eftir 2 klst og 19 mín. Það reyndist vel að reyna fylgja eftir öruggum línulegum einkennum eins stígum og vatnsskurðum. Okkar maður týndi sjálfur sér nokkrum sinnum en það góða við Danska skóga er að það er auðvelt að finna sjálfan sig í þeim vegna þeirra fjölmörgu stíga sem eru í þeim.

Hér er hlekkur á kortið með villuráfandi feril okkar manns

Hér er svo hlekkur á úrslitin (sjá H-40).


Posted

in

by

Tags: