Ratlaupfélagið Hekla

Aðalfundur, 12. febrúar

Kæru félagsmenn

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 12. febrúar kl 20 í húskynnum Siglingaklúbbsins í Nauthólsvík. Léttar veitingar í boði félagsins.
Óskað verður eftir framboðum í stjórn félagsins.
Dagskrá aðafundur er
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
  • Ársreikningar lagðir fram og bornir undir atkvæði.
  • Umræður um félagsgjöld og afgreiðsla.
  • Kosning um lagabreytingar.
  • Kosning stjórnarmanna og skoðunnarmanna reikninga.
  • Komandi starfsár kynnt.
  • Önnur mál m.a. kynning á hlaupum erlendis Jukola í Finnland
Minnt er á 7. gr laga félagsins sem finna má á heimasíðunni (www.rathlaup.is) ef félagsmenn huggjast leggja til breytingar á lögum. Hér fyrir neðan eru lagabreytingar sem stjórnin vill leggja fram sem felur í sér þær breytingar að stað þess að kosið sé um embætti á aðalfundi skipti stjórnin með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
Lagabreytingar:
6. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm (5) félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera, ritara, dagskrárstjóra og einum (1)
meðstjórnanda. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja(2) ára í senn. Formaður og meðstjórnandi skulu kosnir á
sama aðalfundi það ár sem endar á sléttri tölu en aðrir stjórnarmenn saman það ár sem endar á oddatölu. Þeir
eru kosnir beint til þeirra embætta sem að þeir bjóða sig fram til. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi að
jafnaði fjórum (4) sinnum á ári. Skoðunnarmenn reikninga eru tveir (2) og þeir skulu kosnir ár hvert.
Daglega umsjón félagsins annast stjórn félagsins en hún getur skipað nefndir sér til aðstoðar.
Firmaritun félagsins er í höndum: Formanns og gjaldkera félagsins.
Verður
6. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm (5) félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera, ritara, dagskrárstjóra og einum (1)
meðstjórnanda. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja(2) ára í senn. Tveir stjórnarmenn skulu vera kosnir á ári með sléttri tölu en þrír þegar það endar á oddatölu. Stjórn skiptir með sér verkum. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi að jafnaði fjórum (4) sinnum á ári. Skoðunnarmenn reikninga eru tveir (2) og þeir skulu kosnir ár hvert.
Daglega umsjón félagsins annast stjórn félagsins en hún getur skipað nefndir sér til aðstoðar.
Firmaritun félagsins er í höndum: Formanns og gjaldkera félagsins.

Posted

in

by

Tags: