Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaupskynning í frístundarheimilinu Dalheimum

RathlaupUndanfarnar vikur hefur rathlaupsfélagið staðið fyrir kynningu á rathlaupi í frístundarheimilinu Dalheimum. Boðið var upp á mismunandi leiki og þrautir sem höfðu það að markmiðið að kenna krökkunum ýmis undirstöðuatriði í rathlaupi svo sem að snúa kortinu rétt, læra að þekkja táknin og að geta borið kortið saman við raunveruleikann. Það kom skemmtilega á óvart hve áhugasamir krakkarnir voru og er óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel.


Posted

in

by

Tags: