Ratlaupfélagið Hekla

Fréttaritari í Finnlandi

Félaginu hefur verið boðið sérstakaleg velkomið á Jukola hlaup í Finnlandi á næsta ári. Anssi Sarinen frá Paimio Rasti (rathlaupa klúbbur Paimio sem er einn af tveimur klúbbunum sem sjá um hlaupið á næsta ári.) hefur boðið félagsmönnum gistingu í sumarbústað sínum ef við mætum með lið.

Til þess að kanna aðstæður fór fréttariti ratlaupavefsins til Finnlands og til að hlaupa tvö rathlaup. Anssi sá um skrá fréttaritarann og hýsa hann og fæða og er honum sérstaklega þakkað fyrir höfðinglegar móttökur. Í dag var farið og tekið þátt í boðhlaupi. Reddað var tveimur liðsmönnum Paimio Rasti til að fylla upp í liðið. Gekk hlaupið ágætlega og engin stór mistök voru gerð.

Niðurstöður hlaupsins má finna hér (leita að ICELAND): Niðurstöður frá Sprinttiviesti 2014

Millitímar þeirra sem hlupu sömu braut, hér: Millitímar

Eins og sjá má á niðurstöðunum lenti liðið í 29 sæti af 47 liðum, og fréttaritarinn í 10 sæti af 17 á braut BBB.

Á morgun koma svo frétti af öðru hlaupi, Oravantonni.

Í lokin má nefna að sumarhúsið sem stendur okkur til boða fyrir Jukola 2015 er æðislegt. Staðsett við stórt vatn og með Saunu og rafmagn.


Posted

in

by

Tags: