Ratlaupfélagið Hekla

Úrslit úr rathlaupi 07.08.2014

Það var fámennt en góðmennt í hlaupinu í dag í Laugardalnum og ekki lét rigningin sjá sig eins og spáð var, en við fengum góðan gest frá Svíþjóð sem hefur áður mætt á ICE-O 2012.

Það var notað gamla góða klemmukerfið þar sem rafeindabúnaðurinn er á ferðalagi í Færeyjum (NATLOC).

En hér koma svo tímarnir úr hlaupinu:

Erfið braut (3,3 km)

  • Sven, 19 mín
  • Dana, 24 mín

Barnabraut (1,4 km)

  • Magnús Þór og Benedikt, 14 mín
  • Erlendur og Óskar, 26 mín
  • María Margrét og Helena, 35 mín

Næsta hlaup verður eftir viku í Elliðardalnum. Nánar um staðsetningu og tíma mun koma á heimasíðunni á mánudag eða þriðjudag í næstu viku.


Posted

in

by

Tags: