Ratlaupfélagið Hekla

Niðurstöður frá fjölskyldudeginum í Öskjuhlíð 29. júní

Rathlaupafélagið Hekla var með kynningu á íþróttinni á fjölskyldudeginum í Öskjuhlíð 29. júní sl. Kynningin var milli 14.00 og 16.00 strax á eftir alþjóðlega rathlaupamótinu ICE-O 2014.

Mætingin var framar vonum, og kortin fyrir barnabrautina kláruðust og sum yngri börnin voru því send í byrjendabrautina. Sem kom þó ekki að sök þar sem foreldrarnir fylgdu þeim eftir og byrjendabrautin hönnuð þannig að hver gat farið eins langt og verið eins lengi og hentaði hverjum. Það má áætla að um 80-100 manns hafi tekið þátt með, ef teknir eru með foreldra sem oftar en ekki táku þátt með börnunum sínum.

Hér er svo hlekkur á niðurstöðurnar úr byrjendabrautinni: Niðurstöður

Rathlaupafélagið Hekla þakkar öllum sem tóku þátt og minnir á að allir eru velkomnir að prófa aftur þegar æfingar byrja aftur í ágúst, en þær eru á hverjum fimmtudegi út október. Á æfingunum er alltaf barnabraut og byrjendabraut í boði í viðbót við almennu æfinguna. Staðsetning æfinganna eru auglýst sérstaklega hérna á heimasíðunni4-6 dögum fyrirfram.


Posted

in

by

Tags: