Ratlaupfélagið Hekla

Jan Kjellström rathlaupakeppnin, annar hluti

Fréttamanni rathlaupavefsins gekk bara sæmilega vel í Jan Kjellström keppninni í Wales. En stutt frétt um fyrsta dag keppninar var birt á föstudaginn síðasta. Fréttamaður vefsins keppti líka á laugadeginum í riðli M40S. Keppnissvæðið var heiði með mjög íslensku landslagi, tiltölulega hrjóstugt, ekki tré á stangli, mýrar og kalt í ofanálag. Einu munurinn voru mýmargar svokallaða “sink holes” sem myndast vegna að kalksteinsjarðlaga á svæðinu. Það var svo mikið af þessum holum og dældum að það væri eins og að rata eftir trjám í skógi að notast við þær í rötun. Því var aðalmálið að reyna rata eftir hæðarlínum. Einnig var auðvelt að taka stefnu með áttavita og nota fjarlæg fjöll eða hæðir til að halda stefnu. Einnig reyndist gott að vita af vörðum til leiðrétta sig þegar lent er í vandræðum.

Hérna má finna öll úrslit og þá ferla sem komnir eru inn frá keppendum í routegadget: http://www.siresults.co.uk/2014/JK/

Fréttamaður vefsins gekk undir nafninu Gisli Jonsson, og keppti í M40 á föstudeginum (course 3), og M40S á laugardeginum (course 12) fyrir ykkur sem viljið kíkja á úrslitin.

Eins og sjá má í routegadget, þá gerði fréttamaðurinn slæm mistök á milli póst 14 og 15 í sprettingum á föstudeginum , en þá las hann vitlaust í landslagið. En hann lenti í 38. sæti af 54. Hann var einnig að spara sig fyrir morgundaginn. Á laugardeginum þá las hann dálítið vitlaust á kortið fyrir póst 10, en hann hélt að pósturinn væri í lægð, en ekki á hæð. Einnig gerði hann nokkur smávægileg mistök á síðustu póstunum, en hann endaði þar í 13. sæti af 27 keppendum. Ef skoðaðir eru winsplit tímarnir á úrslitasíðunni hér að ofan þá má sjá að fréttamaðurinn átti nokkra góða spretti og á tveim leggjum náði hann þriðja besta tíma og einu sinni fjórða besta tíma.

 

 


Posted

in

by

Tags: