Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaup við Háskólann fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 17

Askja HÍ

Fimmtudaginn 26. september verður rathlaupsæfing við Háskóla Íslands og í miðbænum. Ræsing er við norðvesturenda Öskju, Náttúrufræðihús HÍ í Vatnsmýrinni. Ræst verður milli kl. 17 og 18. Í boði verður löng braut, stutt braut og barnabraut. Þetta svæði er tilvalið fyrir byrjendur. Nú fer hinu eiginlega æfingatímabili brátt að ljúka svo nú fer hver að verða síðastur að mæta á góða æfingu.


Posted

in

by

Tags: