Ratlaupfélagið Hekla

Tímar frá æfingunni í Hafnarfirði

Í dag var hlaupið eftir nýju korti af miðbæ Hafnarfjarðar. Kærar þakkir til ML og LH fyrir gott kort. Það komu 11 hlauparar í dag, þar af tvær ungar stúlkur þær Stefanía og Anna. Vonandi sjáum við þær aftur á æfingum á næstunni. Einnig komu 4 hlauparar úr hlaupahóp Hauka sem skemmtu sér vel og stefna að því að koma aftur. Sennilega hefur gleymst að hreinsa tímatökukubbinn hennar Borghildar úr Haukahópnum og því koma þeir ekki fram í úrslitunum.

Úrslitin má sjá hér og millitímahér Winsplit skrá er svo hér.


Posted

in

by

Tags: