Næst komandi sunnudag 1. september verður boðið upp á rathlaup á Úlfljótsvatni kl 11. Boðið verður upp á einfaldar og fólknar brautir sem henta bæði börnum, byrjendum og þeim sem vilja mikla áskorun (hvít, rauð og svört braut).
Fyrir austan fáum við að vera innandyra og þar mun félagið bjóða upp á vöfflur og meðlæti. Einnig er hægt að fara í sturtu erftir hlaupið og skipta um föt. Á svæðinu er fjölbreytt leikitæki og önnur afþreyfing fyrir börnin.
Það væri gaman að sjá sem flesta og það kostar ekki að taka þátt í hlaupinu.