Frábært veður og skemmtileg stemning var í hlaupinu í Heiðmörk. Skemmtilegt að sjá mörg ný andlit koma að prófa rathlaup og vonandi eigum við eftir sjá þau aftur. Í heildina voru 27 einstaklingar sem mættu í rathlaup á öllum aldri og einnig fengum við gesti frá Finnlandi.
Svarta brautin eða gangnarathlaupið var mjög erfitt og náðu ekki nema tveir að klára þá braut. Því miður var póstur 3 ekki alveg á réttum stað og kom það niður á tímanum hjá Gísla Jónssyni. Frábært hlaup og skemmtileg áskorun fyrir alla.