Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaupa námskeið fyrir 10 – 14 ára

Kæru foreldrar /forráðamenn

Í næstu viku hefst fyrsta námskeiðið í rathlaupi sem byrjar á þriðjudeginum 24. júni og stendur til föstudagsins 27. júní. Námskeiðin byrja alla daga kl 16:30 og lýkur kl 18:30.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti ratað eftir korti og tekið þátt í rathlaupi.

Á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast því táknmáli sem notað er við landakort og skilja hvernig kort virka. Notast verður við sænskt kennslu-og erfleikakerfið og hvert stig er táknað með lit. Við munum vinna í fyrstu tveimur stiginum sem eru grænt og hvítt stig.

Staðsetning: Námskeiðin fara fram í Öskjuhlíð og við hittumst í Nauthólsvík við lítið hús fyrir aftan Siglingasklúbbinn (sjá kort http://goo.gl/maps/kYDex).

Dagskrá námskeiðsins vikuna 24. – 27. júní.

Mánudagur Farið verður í einfalda leiki til að kynnast kortatáknum og skilja hvernig kort virkar. Gengin verður hringur um nágrennið með korti og reynt finna mismunandi tákn.

Þriðjudagur: Farið verður í ýmsa ratleiki sem tengjast því að geta snúið korti rétt eftir staðháttum og fylgja eftir línulegum kortatákanum.

Miðvikudagur: Eftir því sem öruggið eykst er þátttakendum leyft að spreyta sig á þyngri viðfangsefnum eftir getu hvers og eins. Við munum einnig ræða hvernig við ferðumst örugg í umhverfin og hvað við þurfum að varast þegar við erum á ókunnum slóðum.

Fimmtudagur: Rathlaup og rathlaupsæfingar

Föstudag – Sunnudagur er rathlaupsmót í Reykjavík. Við bjóðum þátttaköndum á námskeiðinu að taka átt í mótinu.

Leiðeinendur: Gísli Örn Bragason, framhaldsskólakennari við Verzlunarskóla Íslands. Aðrir félagsmenn í Rathlaupsfélagnu Hekla aðstoða einnig við námskeiðin.

Bestu kveðjur,
Gísli Örn Bragason
gbragason@gmail.com
s:6926522

ATH – Því miður gleymdist að biðja um netfang í skráningunni og þar að leiðandi komi engin staðfesting á skráningu. Við munum óska eftir netföngum við skráningu á þriðjudaginn


Posted

in

by

Tags: