Ratlaupfélagið Hekla

Aðalfundur

Aðalfundarboð

Aðalfundur rathlaupafélagsins Heklu verður haldin 28. febrúar
næstkomandi kl. 20.00 í Siglunesi í Nauthólsvík.
Dagskrá verður skv. lögum félagsins:

Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
Ársreikningar lagðir fram og bornir undir atkvæði.
Umræður um félagsgjöld og afgreiðsla.
Kosning um lagabreytingar.
Kosning stjórnarmanna og skoðunnarmanna reikninga.
Komandi starfsár kynnt.
Önnur mál.

Taka skal fram að í ár verður kosið í embætti gjaldkera, ritara og
dagskrárstjóra. Þeir félagsmenn sem vilja bjóða sig fram geta tilkynnt
það við upphaf aðalfundar.
Einnig er minnt á að allar lagabreytingartillögur verða að berast
stjórn félagsins 10 dögum fyrir aðalfund og verða þá send félagsmönnum
5 dögum fyrir aðalfund skv. lögum félagsins.

Fyrir hönd stjórnar,

Guðmundur Finnbogason
Formaður


Posted

in

by

Tags: