Elliðaárdalur æfing

Næst komandi fimmtudag býður félagið upp á  hefðbundið rathlaup frá kl 17 til 18. Upphafið er við Félagsheimili starfsmanna Orkuveitu Reykjvíkur við Rafstöðvarveg 20 (kort). Allir er velkomnir á æfingar til að stunda rathlaup og eingöngu þarf að mæta og þar er boðið upp brautir sem henta öllum þeim sem hafa gaman að ganga eða hlaupa um dalinn.