Ratlaupfélagið Hekla

Ratvísi

Ratvísi er einföld útgáfa af rathlaupi, einskonar fjárssjóðleit sem fær Frontpage Icelandicþig til að leita af póstum á útvistarsvæðum höfuborgarinnar. Rathlaupafélagið Hekla ásamt Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg hafa sett upp þrjár fastar brautir á höfuborgarsvæðinu.

Gufunes  Öskjuhlíð  Fossvogsdalur  Elliðaárdalur

Kort
Gufunes_2015

 

 

Hvernig gengur ratvísi fyrir sig?
Þú nálgast kort af svæðinu hér fyrir neðan eða í símanum með því að hlaða niður smáforritinu MOBO sem jafnframt er stimplunarkerfi. Með kort í höndunum getur þú hafið leikinn með því að leita eftir póstum sem eru merktir með fjólubláum hringjum á kortinu. Þú getur fundið póstana einn eða með öðrum, eftir því sem hentar þér.
Það þarf ekki hlaupa bara að finna póstana á þeim hraða sem þér hentar.

Hvernig lítur pósturinn út?
Á hverjum pósti er lítill staur með merki sem má sjá hér til hliðar. Upphafspósturinn er merktur með þríhyrning og póstar með hringjum. Póstamerkingarnar eru staðsettar í miðju hringjanna. Á merkipóstunum er númer póstsins og stimplunarkerfi. Stimplunarkerfin eru annarsvegar gataklemmur með sérstöku munstri eða QR eða NFC kóðar fyrir farsíma. Þú getur valið að finna póstana í réttri röð eða sett saman þína eigin röð.

Hvernig finn ég upphafspunkt?
Brautin í Gufunesi hefst við Gufunesbæ (korti).
Upphafspunkturinn er merktur sem þríhyrningur á korti af Gufunesi.

Brautin í Öskjuhlíð hefst í Nauthólsvík

Hvað tákna litirnir á kortinu?

Hvítt – Skógur sem er auðveldur yfirferðar.

Brúnt – Hæðir, lægðir sem er táknað með hæðarlínum.

Svart – Steinar, klettar, vegir, griðingar, veggir, brýr, stangir.

Gult – Opið svæði eins og tún, engi og garðar.

Grænt – Þéttur gróður. Notað þar sem landslag er erfitt yfirferðar

Grátt – Hús, byggingar. Ljósgrátt merkir þakskýli.

Ljósbrúnt – Stétt eða hart yfirborð s.s. vegir, bílastæði, skólalóðir.

Bleikt – Tímabundin bygging, útikaffihús, gámur.

Blátt – Vatn: vötn, ár, lækir, pyttir, mýrar.

Gufunes
Kort til að prenta
MOBO forrit í síman
 

Kort af Öskjuhlíð