• Rathlaup á Akranesi

    Síðasta fimmtudag bauð Rathlaupsfélagið Hekla upp á rathlaupskeppni á Akranesi í samstarfi við Ævintýrafélagið. Um var að ræða göturathlaup um bæinn og einnig var boðið á hefðbundið rathlaup í skógræktinni. Þátttakan var góð enda lék veðrið við mannskapinn. Sigurvegari var Hróbjartur Trausti frá Hnefaleikafélagi Akraness og Eyþór, einnig frá Hnefaleikafélagi Akraness varð í öðru sæti.…

  • Úrslit úr blómarathlaupi í Laugardal 11. ágúst 2011

    Það má líklega fullyrða að blómarathlaupið hafi tekist nokkuð vel þótt fyrirkomulagið hafi þvælst lítið eitt fyrir einhverjum og aðrir virðast hafa hlaupið hraðar en þeir hugsuðu. En flestir komu brosandi í mark, a.m.k. þeir Bessi og Jökull, u.þ.b. sex ára, sem brostu út að eyrum eftir 100 mínútna útivist og lýstu því yfir að…

  • Blómarathlaup í Laugardal fimmtudaginn 11. ágúst 2011

    Þá er komið að blómlegasta rathlaupi sumarsins. Eins og vera ber fer það fram í Laugardalnum þar sem enn má vonandi finna falleg blóm.  Skýringu á blómarathlaupi má sjá í færslunni hér fyrir neðan en þær brautir, sem nú verða í boði, eru reyndar svolítið tilbrigði við það sem þar er lýst. Blómarathlaup er einfalt…

  • Úrslit úr Elliðarárdalnum (04.08.2011)

    Hér koma svo úrslitin úr hlaupinu í Elliðarárdalnum. Flestir (ef ekki allir) skemmtu sér vel þrátt fyrir að margir urðu blautir í fæturnar. Úrslit/Millitími Næsta hlaup verður í Laugardalnum fimmtudaginn kemur. En þá verður svokallað blómarathlaup. Það á ekki að reyta blóm úr dalnum, en nánari útskýring má finna hér á þessari tegund rathlaups.

  • Rathlaup í dag í Elliðaárdal

    Hefðbundið rathlaup í dag í Elliðaárdal. Ræst er frá undirgöngum við brúna milli Breiðholts og Árbæjar (sjá mynd). Hægt er að mæta á milli kl 17:00 og 18:30.

  • Rathlaupsfélagið Hekla og Reykjavíkurmaraþon.

    Komið hefur upp sú hugmynd að Rathlaupsfélagið Hekla taki þátt í boðhlaupi í Reykjavíkumaraþoninu. Um er ræða 3 X 10 km og 1 X 12,5 km og eru 2-4 í hverju liði. Áhugasamir hafi samband við Christian, maccer85@hotmail.com eða s:615-2706

  • Úrslit úr hlaupinu í Öskjuhlíð

    Skemmtilegt bingórathlaup var í Öskjuhlíð í dag.  Næsta hlaup verður haldið í Elliðaárdal. Úrslit / Millitímar

  • Bingórathlaup í Öskjuhlíð

    Bingórathlaup á morgun, fimmtudag 28. júlí. Hefst við Perluna og boðið er upp á byrjendabraut og bingóbraut. Frítt að prófa. Hægt er að mæta á milli 17:00 og 18:30. Bingóbrautin er 2,4 km en byrjendabrautin er 1,0 km.

  • Úrslit frá Klambratúni

    Í gær var haldið skemmtilegt hlaup á Klambratúni og var gaman að sjá ný andlit. Nokkrir póstar voru vefjast fyrir einhverjum og í birtum úrslitum er þeir því DQ (disqualified). Veðrið var hið besta og vonandi sjáum við sem flesta næsta fimmtudag í Öskjuhlíð. Hér má sjá úrslit og millitíma

  • Rathlaup á Klambratúni

    Næsta fimmtudag verður boðið upp á Rathlaup á Klambratúni. Boðið verður upp á eina braut sem er um 2 km og tilvalin fyrir byrjendur. Hægt er að mæta einhverntíman á milli kl 17:00 til kl 18:30 við Kjarvalstaði.