Það má líklega fullyrða að blómarathlaupið hafi tekist nokkuð vel þótt fyrirkomulagið hafi þvælst lítið eitt fyrir einhverjum og aðrir virðast hafa hlaupið hraðar en þeir hugsuðu. En flestir komu brosandi í mark, a.m.k. þeir Bessi og Jökull, u.þ.b. sex ára, sem brostu út að eyrum eftir 100 mínútna útivist og lýstu því yfir að þeir væru sko ekkert þreyttir! Það má svo geta þess að Goggi galvaski gleymdi vatnsflöskunni sinni en hún mun bíða hans í næsta hlaupi. Jafnvel hægt að nálgast hana fyrr ef eigandinn gefur sig fram, t.d. með athugasemd við þessa færslu!
En hér kemur niðurstaðan: Úrslit / Millitímar
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.