Rathlaup er ekki dýr íþrótt, vertu með!
Félagsgjald í Heklu er kr. 5000.- á ári. Það er greitt með millifærslu en upplýsingar um það er að finna á skráningarsíðunni.
Hlaupagjaldið er kr. 500.- í hvert hlaup (að undanskildu ICE-O og Meistaramótinu)
Gjaldið er það sama fyrir félaga og þá sem eru ekki í félaginu.
Hægt er að kaupa 10 skipta kort fyrir kr. 4000.- og árskort fyrir kr. 7000.-
Árskortið veitir aðgang að öllum hlaupum félagsins að ICE-O og Meistaramótinu undanskildu.
Börn yngri en 18 ára greiða ekki hlaupagjald en þau greiða félagsgjald séu þau skráð í félagið. Gjaldið fyrir börn (12 ára og eldri) er 5000.- eða það sama og hjá öðrum. Börn yngri en 12 ára greiða ekki félagsgjald en það má skrá þau í félagið ásamt foreldrum sínum.