Ratlaupfélagið Hekla

Byrjenda- og framhaldsnámskeið í rathlaupi

RathlaupÞegar hitatölunar hækka þá er komin tími til að fara taka fram kortin og áttavitann. Æfingar hefjast þann 4. maí og nú ætlar félagið að bjóða upp á byrjenda- og framhaldsnámskeið næstu fjóru vikurnar fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur. Æfingar hefjast kl 17:30 og standa í klukkutíma þar sem hlaupið eru um helstu útivistarsvæði borgarinnar. Markmiðið að þjálfa rötun og hlaup og hafa gaman af því að hlaupa um í náttúrunni. Kostnaður við námskeiðið er 1000 kr. Skráning fer fram með tölvupósti á rathlaup@rathlaup.is og á staðnum.

Frekari upplýsingar veitir Gísli Örn Bragason s: 6926522 eða gbragason@gmail.com


Posted

in

by

Tags: