Ratlaupfélagið Hekla

Haustmót úrslit

dsc_00271Haustmót Heklu fór fram í dag og þrátt fyrir að það hafi fallið nokkrir dropar heppnaðist mótið einkar vel. Stór hópur náttúruhlaupara kom og tók þátt en það gerði jafnvel enn meiri stemmningu að hafa svo stóran hóp þátttakenda.

Úrslit mótsins má svo nálgast hér.

Ekki er hægt að halda svo glæsilegt mót án aðstoðar frá góðu fólki og viljum við þakka Baldri, Skúla, Leif, Ingu, Gísla og Gísla sérlega fyrir að gera þetta að veruleika.

Að lokum viljum við minna á að það er nóg af rathlaupi framundan, á fimmtudaginn verður sprettur í Laugardalnum og næturrathlaup á föstudaginn. Að venju eru allir velkomnir.


Posted

in

by

Tags: