Haustmótið verður haldið laugardaginn 24. september. Fyrir utan ICE-O er þetta okkar stærsta mót og því verður boðið upp á gott úrval vandaðra brauta. Allir ættu því að geta fundið braut við sitt hæfi og að hlaupi loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Mæting er við Þorláksgeisla 51 og verður hægt að ræsa frá klukkan 10:00.
Eftirfarandi brautir verða í boði
2 km Hvít
3 km Gul
4 km Svört
9 km Gul
10 km Svört
Hvítar brautir eru minnst krefjandi og hennta vel fyrir börn eða þá sem eru að prufa rathlaup í fyrsta skipti. Gul braut er með nokkuð einfaldri rötun en getur verið krefjandi fyrir þá sem ekki hafa mikla reynsli í rathlaupi. Svartar brautir eru síðan með mjög erfiðri rötun og er ekki mælt með að byrjendur hlaupi slíka braut þar sem þeir munu líklega eiga í vandræðum með að klára.