Ratlaupfélagið Hekla

ICE-O rathlaupakeppnin

Vef Lit-5635Nú fer að líða stærsta rathlaupaviðburði sem haldin er hér landi og fer hann fram 11. – 14. ágúst. Keppnin sjálf er þrír dagar með einum æfingahlaupi. Það hafa um 70 erlendir þátttakendur skráð sig til leiks og við hvetjum landsmenn til að mæta og taka þátt í alþjóðlegum rathlaupaviðburði. Á keppnisdaginn er hægt að mæta á staðinn og skrá sig í opna flokka og velja það erfiðleikastig sem hentar. Við hvetjum sérstaklega fjölskyldur til að mæta þar sem styðstu brautirnar henta börnum.Hver keppnisdagur kostar 500 kr.

Boðið er upp á fjóra opna flokka. ATH að vegalengdin er bein loftlína en gera má ráð fyrir að hlaupið sé talsvert lengra.

Opin 1 – létt – hvít braut 2.2 km
Opin 2 – miðlungs – gul braut 2.5 km
Opin 3 – erfið – blá braut 3.6 km
Opin 4 – erfið – svört braut 4.5 km

Fimmtudaginn 11. ágúst verður upphitunarhlaup í Öskjuhlíð. Hægt verður að mæta milli 16:00 og 19:00 við hús siglingaklúbbsins í Nauthólsvík. Hér gefst áhugasömum kjörið tækifæri til að átta sig á því um hvað rathlaup snýst og æfa sig fyrir næstu daga. Tíminn úr þessu hlaupi gildir ekki í heildarkeppninni.

Föstudaginn 12. ágúst verður hlaupið á Úlfljótsvatni. Skráning á staðnum opnar klukkan 14:00 við skátamiðstöðina á Úlfljótsvatni en hlauparar verða ræstir milli 15:00 og 16:30. Boðið verður upp á sjö mismunandi brautir sem eru mis erfiðar og eru þær 2,9-8,6 km langar (vegalengdir miðast við beina loftlínu, hlaupið er ávallt nokkuð lengra)

Laugardaginn 13. ágúst verður hlaupið í Heiðmörk. Skráning opnar klukkan 10:00 og verður ræst milli 11:00 og 12:30. Staðsetningu mótssvæðisins má sjá hér: https://goo.gl/maps/7wv1Cec3kkL2 . Hægt verður að velja milli fimm mismunandi leiða  sem eru 2,2-5,8 km langar.

Sunnudaginn 14. ágúst verður hlaupið við Rauðavatn. Skráning opnar klukkan 9:00 og verður ræst milli 10:00 og 11:30. Staðsetningu mótssvæðisins má sjá hér: https://goo.gl/maps/bzXeseYjH6o. Hægt verður að velja milli fimm mismunandi leiða  sem eru 1,9-4,8 km langar.

Eindregið er mælt með því að þeir sem ekki eru vanir rathlaupum skrái sig í opinn flokk á mótsdegi. Þá þarf ekki að mæta alla dagana og hægt er að breyta um erfiðleikastig milli daga. Félagsmenn rathlaupafélagsins Heklu verða á staðnum og munu með glöðu geði útskýra fyrirkomulag hlaupsins og aðstoða við að velja hentuga braut fyrir hvern og einn. Þáttökugjaldið er 500 kr. fyrir hvern dag.

Ef einhverjar spurningar vakna má senda póst á rathlaup@rathlaup.is


Posted

in

by

Tags: