Fréttaritari rathlaupavefsinn skellti sér til Noregs til að taka þátt í Furugampen hjá rathlaupafélagi Hamars. Tekið var vel á móti fréttaritaranum sem náði að plögga ICE-O mót næsta árs í nokkrum samtölum við heimamenn og auðvitað var hengdur upp bæklingur fyrir það mót. Hlaupið var í dásamlegu veðri, sólskin og 14 stiga hiti. Fréttaritari keppti í 35-45 ára flokknum og því miður voru gerð þrjú mistök af stærri gerðinni sem þýddi að hann lenti í síðasta sæti. Ef hlaupið hefði verið villulaust hefði hann lent í 5 sæti. Það sem var erfiðast við svæðið var fjöldi stíga sem ekki voru á kortinu.
Niðurstöðurnar má finna hér:
http://eventor.orientering.no/Events/Show/4747