Ratlaupfélagið Hekla

ICE-O 2015

Vef Lit-5635
Sjálfboðaliðar á ICE-O 2015

Alþjóðalega rathlaupamótið ICE-O 2015 var haldið 26. – 28. júní  og voru keppendur ánægðir með skipulag mótsins. Mótið var haldið í Hafnarfirði, Heiðmörk og Elliðaárdal. Það voru 141 keppendur og þar af voru 26 keppendur frá Heklu. Keppendur dreifust á 65 félög og frá um 15 þjóðlöndum. Það voru um 20 sjálfboðaliðar sem komu að mótinu og að þessu sinni leituðum við eftir sjálfboðaliðum hjá keppendum og þaðan fengum við helming sjálfboðaliða. Veðrið var með besta móti og einstaklega hlýtt. Þátttakendum fannst rathlaupin erfið og höfðu á orði að erfitt væri að hlaupa um í Heiðmörk. Á sunnudeginum í Elliðaárdal komu upp að einn póstur hafði verið fjarlægður en skipuleggjendur brugðust skjótt við sett flagg í staðinn. Því miður var einn póstur ekki alveg rétt staðsettur og mistök voru í útprenti á lýsingu sem ollu ruglingi hjá styttri lengri brautunum. Allir komu þá ánægðir í mark eftir gott rathlaupamót.

Sigurvegar í karlaflokki 21 – 49 ára var Simon Andersson frá Svíþjóð og í kvennaflokkir 21 – 49 ára var Ida-Maria Svensson frá Svíðþjóð. Í karlaflokkir 50 ára og eldri var það Juhani Jetsson frá Finnlandi og í kvennaflokkir var það Virginija Gvildine frá Lettlandi.

Úrslit

Sjá myndir frá mótinu

 


Posted

in

by

Tags: