Hér er dagskrá rathlaupafélagsins Heklu í september. Boðið verður upp á hefðbundar æfingar en á þriðjudögum verður boðið upp á æfingar fyrir börn og byrjendur í Öskjuhlíð.
Í lok mánaðarins verður haldið lítið mót sem við köllum meistaramótið og þá gefst tækifæri til að keppa til verðlauna. Mótið er fyrst og fremt til að hafa gaman af og við hvetjum alla til að mæta og taka daginn frá.
4.9.2014 | Venjulegt / hæðalínurathlaup | Mosfellsbær | Dana | kl 17 |
6.9.2014 | Æfing | Vífilsstaðahlíð | Dana | kl 10 |
11.9.2014 | Venjulegt rathlaup | Rauðhólar | Gísli J | kl 17 |
18.9.2014 | Blómarathlaup | Elliðaárdalur | Skúli | kl 17 |
25.9.2014 | Venjulegt rathlaup | Laugardalur | Baldur | kl 17 |
27. 9. 2014 | Meistaramót – milli veglend | Heiðmörk | kl 12 |