Ratlaupfélagið Hekla

Aðalfundur Rathlaupafélagsins 25. febrúar 2014

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar kl 20 í húskynnum Siglingaklúbbsins í Nauthólsvík.
Guðmundur Finnbogason og Fjölnir Guðmundsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Óskað verður eftir framboðum á aðalfundi.
Dagskrá aðalfundar er
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
  • Ársreikningar lagðir fram og bornir undir atkvæði.
  • Umræður um félagsgjöld og afgreiðsla.
  • Kosning um lagabreytingar.
  • Kosning stjórnarmanna og skoðunnarmanna reikninga.
  • Komandi starfsár kynnt.
  • Önnur mál m.a. kynning á hlaupi á O-Ringen

Tillögur um lagabreytingarhafa komið fram og eru eftirfarandi:

1. gr laga félagsins breytist þannig að nafn félagsins verði Rathlaupafélagið Hekla í stað Rathlaupsfélagið Hekla

7. gr laga félagsins verði breytt þannig að aðalfundur félagsins verði haldinn mars ár hvert í stað febrúar.


Posted

in

by

Tags: