Ratlaupfélagið Hekla

Æfing á fimmtudag og meistaramót á sunnudag

Næst komandi fimmtudag er æfing Í Öskjuhlíð og hefst hlaupið við félagsaðstöðu félagsins við Siglingaklúbbinn í Nauthólsvík. Hægt að mæta frá kl 17 til 18. Allir velkomnir.

Á sunnudaginn verður haldið meistaramót félagsins í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk kl 11. Boðið verður upp á brautir sem henta öllum frá byrjendum og fyrir lengra komna. Sérstaklega verður boðið upp á brautir fyrir börnin. Hlaupið byrjar við skátaskálan Vífilsbúð sem er staðsett hér á kortinu. Keyrt er inn Heiðmörk frá Garðabæ og af þeirri leið er beygt inn afleggja til SV eftir að farið er framhjá raflínum. Leiðin verður merkt með flöggum. Boðið verður upp á veitingar og engin þátttökugjöld.Vifilsbud


Posted

in

by

Tags: