Ratlaupfélagið Hekla

Glæsilegt ICE-O 2013 haldið í blíðskaparveðri síðust helgi (28-30 júní)

Starfsfólk ICE-O 2013
Starfsfólk ICE-O 2013
Rathlaupafélagið Hekla hélt upp á alþjóðlega rathlaupamótið ICE-O í fjórða skiptið núna um helgina (28-30 júní). Fjöldi þátttakenda var um 40% meiri en í fyrra, en á mótið mættu 143 keppendur. Þar af voru 27 íslendingar en 115 útlendingar frá 15 þjóðlöndum.  Keppt var í miðbæ Reykjavíkur, Heiðmörk og að lokum í Öskjuhlíðinni á sunnudeginum. Keppnin var hörð og Bettina Aebi úr Svissneska landsliðinu hreppti fyrsta sætið í erfiðasta kvennaflokknum (W21). Oskar Sjöberg úr Sænska landsliðinu lenti í fyrsta sæti í erfiðasta karlaflokknum (M21) og okkar maður Christian Peter Maclassen var tæpum fimmtán mínútum eftir honum í heildartíma, en aðeins tæpri mínútu á síðasta deginum í Öskjuhlíðinni. Af öðrum félagsmönnum var það aðallega ungviðið sem komst á verðlaunapall í flokkum M10, W10.
Mótsnefndin stóð sig með sóma og með hjálp margra villjugra félagsmann náði félagið að gera betur en á síðasta ári, sem er afrek útaf fyrir sig. Einnig var mikill akkur í þeim átta sjálfboðaliðum frá SEEDS sem aðstoðuðu við mótið, enda vinna margar hendur létt verk.
Góður rómur var gerður af mótinu og einn hópur útlendinga tók svo stórt til orða að mótið hafi náð topp 5 í þeim mótum sem þeir hafa tekið þátt í.
Að lokum má þakka veðurnefndini sérstaklega fyrir sitt framlag þó að útlitið hafi ekki verið spennandi til að byrja með. Áhugaverðar myndir af mótinu teknar af Guðmanni Birgissyni má finna hér:

Posted

in

by

Tags: