Meistaramótið markar lokin á sumarstarfi Rathlaupsfélagsins Heklu og að þessu sinni verður það haldið í Heiðmörk. Við höfum fengið afnot af skála Norðmanna sem nefnist Torgeirsstaðir. Meistaramótið er fjölskyldumót fyrir alla og munu við bjóða upp á einfaldar brautir meðfram stígum og flóknari brautir. Einnig verður boðið upp á brautir fyrir börnin. Við hvetjum því alla til að mæta og taka þátt í þessum skemmtilega degi með okkur.
Sunnudaginn 21. október ætlum að byrja kl 12:00 að ræsa í hlaupið og ræst verður til kl 12:30.
létt 1,6 km, meðal erfið 2,1 km, stutt 3,2 km og löng 4,3 kmBoðið verður upp á pyslur frá Pylsumeistaranum og meðlimir eru hvattir til að taka með sér kökur
Staðsetning:
Torgerisstaðir eru í Heiðmörk og keyrt er hefðbundna leið í Heiðmörk. Beygt er af Heiðmerkurvegi til vinstri rétt eftir bílastæðið við Furulund. Leiðin verður merkt með rathlaupsflöggum. Sjá kort
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.